Um okkur

exa nordic er ráðgjafafyrirtæki í mannvirkjahönnun sem var stofnað út frá þeirri hugsjón að sameina sérfræðiþekkingu verkfræðinga og arkitekta.  Með það að leiðarljósi bjóðum við upp á burðarvirkjahönnun og verkefnastjórnun þar sem rík áhersla er lögð á upplifun notenda, notagildi, sjálfbærni og hagkvæmni í framkvæmd og rekstri.

Í nánu samstarfi við arkitekta leitumst við eftir að virkja sérfræðiþekkingu verkfræðinga í listrænni sköpun og mótun verkefna frá fyrstu stigum. Með þeim hætti má stuðla að mannvirkjahönnun þar sem falleg byggingarlist upphefur umhverfi sitt í sátt við náttúru og á sama tíma byggir á traustum verkfræðilegum grunni.

Við viljum bjóða viðskiptavinum upp á úrvalsþjónustu sem byggir á faglegri verkefnastjórnun og traustum samskiptum. Við höfum í öndvegi  að hlusta náið á þarfir viðskiptavina þannig að markvisst megi vinna að hönnun sem samræmist væntingum og kostnaðarviðmiðum.

Með sterku samstarfi við aðra fagaðila á markaðnum getum við boðið upp á heildarlausnir við hönnun mannvirkja. Eins erum við sveigjanleg og eigum auðvelt með að aðlaga okkur að nýjum verkefnum og áskorunum og getum útvíkkað þjónustuframboð okkar samstarfsaðila.

Teymið:

Arinbjörn Friðriksson

Arinbjörn er verkfræðingur og löggiltur hönnuður með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Arinbjörn hefur um 40 ára starfsreynslu sem verkfræðingur. Störf hans eru einkum á sviði burðarþols, byggingareðlisfræði og verkefnisstjórnunar á hönnunarverkum. Má þar nefna stór verkefni á sviði brúa og húsbygginga. Verksviðið spannar allt sem tengist þessum málaflokkum, s.s. forhönnun og aðra hugmyndavinnu, kostnaðaráætlanir, hönnun, gerð útboðsgagna, eftirlit, verkefnisstjórnun og verkkauparáðgjöf.

Arnar Björn Björnsson

Arnar Björn er verkfræðingur og löggiltur hönnuður með doktorspróf í byggingarverkfræði frá California Institute of Technology (Caltech). Arnar Björn hefur um 10 ára reynslu í hönnun burðarvirkja og verkefnastjórnun í mannvirkjagerð ásamt því að hafa sinnt kennslustörfum við verkfræðideildir Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Chalmers í Svíþjóð. Arnar hefur góða þekkingu á flestum sviðum burðarvirkjahönnunar og sérstaklega á sviði jarðskjálftahönnunar, titrings í mannvirkjum og hönnun stálvirkja.

Arnar Kári Hallgrímsson

Arnar Kári er verkfræðingur og löggiltur hönnuður með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet (NTNU). Arnar Kári hefur rúmlega 10 ára starfsreynslu sem burðarþols-hönnuður og verkefnastjóri í verkefnum á Íslandi, í Noregi og á Grænlandi.  Meðal helstu verkefna sem Arnar Kári hefur sinnt er hönnun frá frumdrögum að verklokum, gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlanna, verkefnaöflun og stýring verkefna.