Verkefni

Vindmyllur við Þykkvabæ

VERKKAUPI: Háblær ehf; STAÐSETNING: Þykkvibær, 851 Hellu; MYNDEFNI: Teiknistofan Óðinstorgi

Verkefni snýr að endurnýjun á vindmyllum við Þykkvabæ. Nýjar vindmyllur eru reistar ofan á eldri undirstöðum. Verkefni exa nordic hafa falist í burðarvirkjahönnun á undirstöðum og hönnunarstjórnun.

Nýjar vindmyllur verða um sex metrum lægri en þær gömlu og með jafnstórum spöðum en þó fimmtíu prósent aflmeiri vegna nýrrar tækni, eða 1,8 megavött meðan þær gömlu voru 1,2 megavött.