Verkefni

Brú yfir Varmá

LENGD: 47,8 m |  STAÐSETNING: Hveragerði | VERKKAUPI: Vegagerðin/Hveragerði (í undirverktöku fyrir EFLU); MYNDEFNI: Vegagerðin

Sem hluti af teymi EFLU Verkfræðistofu vann sérfræðingur exa nordic, Arnar Björn Björnsson, að hönnun nýrrar brúar yfir Varmá, austan við Hveragerði. Brúin er 47,8 metra löng eftirspennt plötubrú í þremur höfum. Heildarbreidd brúar er 14,6 metra sem skiptist í 7 metra akbraut, gangstétt og hjólareinar báðum megin við akbraut.

Austan Varmár liggur nýr reiðstígur undir brúna og var við hönnun brúarinnar lagt upp úr að skapa jákvæða upplifun þegar farið er um reiðstiginn. Hátt jarðsjálftaálag hafði ráðandi áhrif á hönnun brúarinnar.