Verkefni

Baugur Bjólfs

Samkeppnistillaga - 1. Verðlaun

TEYMI: Arkibygg + ESJA Architecture + A.K. Guðmundsdóttir + K. Mogensen + exa nordic | Ástríður Birna Árnadóttir, Stefanía Helga Pálmarsdóttir, Auður Hreiðarsdóttir, Anna Kristín Guðmundsdóttir, Kjartan Mogensen, Arnar Björn Björnsson, Arinbjörn Friðriksson STAÐSETNING: Seyðisfjörður, Ísland VERKKAUPI: Múlaþing STAÐA VERKEFNIS: í hönnun, áætluð verklok 2023. KYNNING

Vinningstillagan er afrakstur þverfaglegs samstarfs Ástríðar Birnu Arnadóttur og Stefaníu Pálmarsdóttur frá Arkibygg Arkitektum, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA Architecture, Önnu Kristínar Guðmundsdóttur, Kjartans Mogensen og exa nordic.

Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur sem situr á Bæjarbrún með einstaklega fallegt útsýni yfir Seyðisfjörð. Hringurinn er vísun í sögu staðarins. Hringformið hefur einnig mikil gæði í einfaldleika sínum, bæði hvað varðra upplifun, notkunarmöguleika og tæknilega útfærslu, og gefur mannvirkinu burðarþolslegan styrk. Baugurinn veitir örugga umgjörð með greiðu aðgengi fyrir alla til þessa að dvelja og njóta útsýnisins. Útsýnispallurinn fellur vel að grófu umhverfinu og hvílir náttúrulega á landslaginu. Efnisval úrsýnispallsins samanstendur af steypu, stáli og austfirsku lerki sem skapar heildstætt útlit í gráum silfurtónum. Efnið 

úrsýnispallsins samanstendur af steypu, stáli og austfirsku lerki sem skapar heildstætt útlit í gráum silfurtónum. Efnið er mjög þolið og viðhaldslítið en allra veðra von er á svæðinu og snjóflóðahætta. Leitast er við að nýta efni úr nærumhverfinu á áhersla er lögð á að nýta vinnuafl í landshlutanum og lágmarka jarðrask.

 Í dómnefndaráliti framkemur:

“Tillagan er mjög heildstæð og einstaklega vel framsett. Baugurinn (hringurinn) er afar sterkt form sem fellur með sérstæðum hætti að landslagi, er heillandi andstæða umhverfis síns og býður uppá svífandi og einstaka upplifun umfram það sem sjá má af fjallsbrúninni.

Baugurinn og tengingin við haug Bjólfs er mjög áhugaverð og nýtist vel til menningar- og ferðaþjónustutengdrar starfsemi og upplýsingagjafar á svæðinu.

Dómnefnd mat tillöguna sem einstaklega áhugavert kennileyti sem kallast á við landslagið á einfaldan en áhrifamikinn hátt þar sem ferðafólk er leitt áfram í lokaðri umgjörð án hnökra. Hreyfihamlaðir þurfa jafnframt ekki að yfirstíga neinar hæðahindranir og tillagan tryggir gott flæði ferðafólks um svæðið. „Einföld, sérstæð og sterk byggingarlist hér á ferð sem dómnefnd telur að geti haft mjög mikið aðdráttarafl og hefur alla burði til þess að bjóða upp á einstaka upplifun“ eins og segir í niðurstöðu dómnefndar.”